Íslenski boltinn

FH-ingar búnir að skora 27 prósent marka sinna framhjá Hannesi í Valsmarkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson fær á sig mark á móti FH í sumar.
Hannes Þór Halldórsson fær á sig mark á móti FH í sumar. Vísir/Vilhelm
FH-ingar hafa skorað þrjú mörk í báðum deildarleikjum sínum á móti Íslandsmeisturum Vals í sumar og fagnað naumum en nauðsynlegum sigri í báðum.

3-2 sigur FH á Hlíðarenda í gærkvöldi kom Hafnarfjarðarliðinu upp í þriðja sæti deildarinnar en bæði liðin gátu hoppað upp í þriðja sætið með sigri.

Það hefur lengstum gengið illa hjá FH-ingum að skora í Pepsi Max deild karla í sumar eða fyrir utan það þegar þeir mæta Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Vals.

Landsliðsmarkvörðurinn ætti að vera farinn að kannast vel við það að sækja boltann í netið eftir FH-mark.

FH-liðið hefur unnið báða deildarleikina á móti Val 3-2 og hafa því skorað sex mörk hjá Hannesi Þór Halldórssyni í deildarkeppninni í sumar.

Alls hefur FH-liðið skorað 22 mörk í 16 leikjum eða 1,38 mörk að meðaltali í leik. 6 af 22 mörkum þýða að FH-ingar búnir að skora 27 prósent Pepsi Max marka sinna í sumar framhjá Hannesi í Valsmarkinu.

FH er að skora næstum því tveimur mörkum meira að meðaltali á móti Val en á móti öðrum liðum eins og sjá má hér fyrir neðan.

FH á móti Val í Pepsi Max deild karla í sumar:

3,00 mörk að meðaltali í leik

(6 mörk í 2 leikjum)

FH á móti hinum tíu félögunum í Pepsi Max deild karla í sumar:

1,14 mörk að meðaltali í leik

(16 mörk í 14 leikjum)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×