Árásarmaðurinn í Noregi neitar sök en talar ekki Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 10:19 Blóm við heimili mannsins þar sem sautján ára gömul stjúpsystir hans fannst myrt. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar. Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar.
Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06