Var hermaður í Pakistan
Hinn 65 ára gamli Mohammed Rafiq, sem yfirbugaði manninn í gær var áður hermaður í pakistanska flughernum. Hann skarst á auga og var slasaður á fæti eftir árásina. Rafiq kom fram á blaðamannafundi fyrir utan Thon hótelið í Osló í dag. Rafiq flutti til Noregs fyrir tveimur árum.Að sögn Abdul Satar Alir, lögmanns Rafiq, sem jafnframt var túlkur hans á blaðamannafundinum í dag, var Rafiq snöggur til þegar árásarmanninn bar að garði en naut stuðnings frá forstöðumanni moskunnar Irfan Mushtaq sem kom á vettvang stuttu síðar.
Þá segir Ali þá ekki getað sagt frá atburðinum í smáatriðum vegna rannsóknarhagsmuna. Múslimasamfélaginu í Noregi sem að vonum brugðið.
Segir múslima upplifa andúð daglega
Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar segir að ósk norska múslimafélagsins sé að byggja upp öruggt samfélag sem allir geta tilheyrt og upplifað sig örugga. „Við múslimar upplifum mikla andúð á hverjum einasta degi,“ sagði Mushtaq.Hinum grunaða var lýst í norskum fjölmiðlum sem öfga-hægrisinnuðum einstaklingi og jafnframt sagður hafa andúð á innflytjendum.