Helgi: Skammaði Castillion fyrir þetta Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:26 Helgi var ekki sáttur við gula spjaldið sem Castillion fékk í seinni hálfleik. vísir/bára „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
„Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira