Enski boltinn

Rooney setur tappann í flöskuna til þess að bjarga hjónabandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney í leik með DC United.
Wayne Rooney í leik með DC United. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji DC United sem gengur í raðir Derby í janúar, er sagður vera búinn að setja tappann í flöskuna til þess að bjarga hjónabandi sínu.Heimildarmenn segja að ráðgjafi sé tilbúinn til þess að hjálpa enska framherjanum til þess að hætta að drekka en Rooney vill algjörlega hætta eftir erfitt síðasta ár.Hjónaband hans og Coleen hefur verið flekkótt eftir nokkrar barferðir hjá Rooney og var hann meðal annars handtekinn fyrr á þessu ári er hann keyrði undir áhrifum áfengis.Rooney er nú á leið aftur til Englands þar sem hann verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá B-deildarliði Derby en fjölskylda Rooney flutti aftur til Englands í sumar eftir að hafa búið með Rooney í Bandaríkjunum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.