Enski boltinn

Klopp fékk allt Liverpool-liðið til þess að veltast úr hlátri í lokaræðunni fyrir úrslitaleikinn í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Wijnaldum í úrslitaleiknum í ár.
Klopp og Wijnaldum í úrslitaleiknum í ár. vísir/getty
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, greindi frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi haldið stórkostlega ræðu fyrir úrslitaleikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í fyrra.

Lokaræðan í búningsherberginu áður en haldið var út í leikinn var í léttari tón en leikmennirnir höfðu búist við. Klopp birist á nærbuxum frá CR7-línunni sem er hönnun frá Cristiano Ronaldo.

Ronaldo var einmitt í liði Real liðinu í úrslitaleiknum í Kiev 2018 en Liverpool tapaði leiknum 3-1 eftir tvö hörmuleg mistök Lloris Karius í marki Liverpool.







„Við sáum að hann var í nærbuxum frá CR7. Hann hélt fundinn með bolinn sinn innan á CR7-buxunum. Allt liðið veltast um af hlátri,“ sagði Wijnaldum.

„Þetta braut ísinn. Yfirleitt í þessum stöðum eru öllum alvara og eru einbeittir en hann var rólegur og kom með þessa brandara.“

„Hann hefur verið með hundrað brandara eins og þennan. Ef þú ert með stjóra sem er svona sjálfsöruggur og rólegur þá mun þetta hafa áhrif á leikmennina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×