Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu FH sæti í bikarúrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brandur Olsen skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld.
Brandur Olsen skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld. vísir/bára

FH tryggði sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-1 sigri á KR í Kaplakrika í kvöld. FH mætir annað hvort Víkingi R. eða Breiðabliki í úrslitaleiknum 14. september.

Steven Lennon kom FH-ingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Finnur Tómas Pálmason fyrir KR með skalla eftir hornspyrnu Pablos Punyed.

Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom Brandur Olsen FH yfir með föstu skoti.

Á 72. mínútu gulltryggði svo Morten Beck sigur FH þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Olsens.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: FH 3-1 KR
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.