Íslenski boltinn

Ólafur: Dæmir ekki bíómynd fyrr en henni er lokið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni í kvöld.
Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára

„Bara sömu hlutir og í Vals leiknum og margt sem hefur verið til staðar í sumar. Öflugur varnarleikur, Guðmundur og Pétur frábærir í miðri vörninni, bakverðirnir mjög sterkir, þéttir á miðjunni, vinnsla fremstu manna góð og við skorum. Við skorum úr færunum sem við fáum. Auðvitað hjálpar það að skora snemma og vera skilvirkir fyrir framan markið,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, um hvað skóp 3-1 sigur liðsins gegn KR í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í kvöld.

Ólafur hélt áfram og hrósaði sínu liði.

„Svo er það mórallinn, menn eru að tala um að mórallinn hjá FH sé erfiður. Já, það hafa verið erfiðleikar að ná í úrslit miðað við oft áður en mórallinn er frábær og þvílíkir karakterar í þessu liði og gífurleg vinnusemi,“ sagði Ólafur.

„Ég er búinn að segja það svo oft áður. Ef þú ferð í bíó þá dæmiru ekki myndina fyrr en að henni er lokið þar sem þú veist ekkert hvernig hún fer og hvort aðaltöffarinn fái aðalskvísuna á ballinu,“ sagði Ólafur varðandi það hvort það væri að rætast úr sumrinu hjá FH eftir allt saman.

Að lokum var Ólafur spurður út í það hvort hann vildi Víking eða Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

„Ég var næstum búinn að segja heimaleik,“ sagði Ólafur og hló áður en hann svaraði.

„Þetta eru tvö góð lið en ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að fá Blikana.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.