Enski boltinn

Manchester United hætti við að kaupa Bruno Fernandes þegar þeir sáu sendingartölfræði hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes. vísir/getty
Manchester United hætti við að kaupa miðjumanninn Bruno Fernandes frá Sporting Lisbon því hann tapar boltanum of oft. Sportsmail greinir frá þessu.

Bruno var lengi vel orðaður við United í sumar en að endingu var komist að þeirri niðurstöðu að hann hentaði ekki leikstíl Norðmannsins, Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær vill að United sé mikið með boltann og reyni ekki einhverjar óþarfa áhættur og það er þess vegna sem hann sér Harry Maguire og Victor Lindelöf sem sína aðalmiðverði.







Hinn 24 ára gamli miðjumaður var með sendingartölfræði upp á 75% prósentu á síðustu leiktíð og það var tölfræðin sem fældi enska stórliðið frá Portúgalanum.

Til samanburðar var Paul Pogba með 82,8% tölfræði í sínum sendingum á síðustu leiktíð og Kevin De Bruyne með 82%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×