Íslenski boltinn

Arna Sif með tvö skallamörk þegar Þór/KA fór upp í 3. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu í kvöld.
Arna Sif skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu í kvöld. vísir/bára

Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvö mörk þegar Þór/KA bar sigurorð af Keflavík, 3-1, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Með sigrinum komst Þór/KA upp í 3. sæti deildarinnar. Selfoss, sem er í því fjórða, á þó leik til góða á Þór/KA.

Þetta var fjórða tap Keflavíkur í röð. Liðið er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflvíkingum yfir með góðu skoti fyrir utan vítateig á 36. mínútu. Staðan í hálfleik var 0-1, Keflavík í vil.

Á 50. mínútu jafnaði Arna Sif fyrir Þór/KA með skalla eftir fyrirgjöf Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur. Þetta var fyrsta mark hennar í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sjö mínútum síðar kom Andrea Mist Pálsdóttir Þór/KA yfir eftir sendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur.

Á 65. mínútu gulltryggði Arna Sif svo sigur heimakvenna með skalla eftir hornspyrnu Andreu Mistar. Lokatölur 3-1, Þór/KA í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.