Enski boltinn

Van Dijk keppir við Messi og Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk með Ofurbikar Evrópu sem hann vann í gær með Liverpool.
Virgil van Dijk með Ofurbikar Evrópu sem hann vann í gær með Liverpool. Getty/ John Powell
Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er einn af þremur sem koma til greina sem besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu á síðasta tímabili.UEFA tilkynnti í dag að Virgil van Dijk sé meðal þriggja efstu í kjörinu ásamt fastagestunum Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.Virgil van Dijk var algjör lykilmaður þegar Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í vor eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum. Liverpool sló meðal annars út Barcelona, Bayern München og Napoli (riðlakeppni) á leið sinni í úrslitaleikinn.Van Dijk fór líka með hollenska landsliðinu alla leið í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.Cristiano Ronaldo vann Þjóðadeildina með portúgalska landsliðinu og vann einnig ítölsku deildina með Juventus. Ronaldo skoraði þrennu í undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar.Lipne Messi vann spænsku deildina með Barcelona, varð einnig markakóngur Evrópu og svo langmarkahæsti maður Meistaradeildarinnar með 12 mörk.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.