Enski boltinn

Van Dijk keppir við Messi og Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk með Ofurbikar Evrópu sem hann vann í gær með Liverpool.
Virgil van Dijk með Ofurbikar Evrópu sem hann vann í gær með Liverpool. Getty/ John Powell

Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er einn af þremur sem koma til greina sem besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu á síðasta tímabili.

UEFA tilkynnti í dag að Virgil van Dijk sé meðal þriggja efstu í kjörinu ásamt fastagestunum Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Virgil van Dijk var algjör lykilmaður þegar Liverpool vann Meistaradeild Evrópu í vor eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum. Liverpool sló meðal annars út Barcelona, Bayern München og Napoli (riðlakeppni) á leið sinni í úrslitaleikinn.

Van Dijk fór líka með hollenska landsliðinu alla leið í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.Cristiano Ronaldo vann Þjóðadeildina með portúgalska landsliðinu og vann einnig ítölsku deildina með Juventus. Ronaldo skoraði þrennu í undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar.

Lipne Messi vann spænsku deildina með Barcelona, varð einnig markakóngur Evrópu og svo langmarkahæsti maður Meistaradeildarinnar með 12 mörk.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.