Erlent

Tvífari Ross í Friends kominn í steininn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt?
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt?
Hinn 36 ára gamli Írani, Abdulah Husseini, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir þjófnað og fyrir að hafa villt á sér heimildir. Hann vann sér það helst til frægðar að vera afskaplega líkur leikaranum David Schwimmer sem best er þekktur fyrir leik í þáttaröðinni ofurvinsælu Friends.Það vakti heimsathygli á síðasta ári þegar lögreglan í Blackpool í Bretlandi birti mynd af Husseini þar sem hann var eftirlýstur fyrir þjófnað. Netverjar voru fljótir að benda á hversu líkur hann væri Schwimmer og fékk myndin af Husseini gríðarlega dreifingu á netinu.Schwimmer sjálfur tók þátt í gríninu og hermdi eftir myndinni. Lét hann lögregluna í Blackpool vita að hann væri þrátt fyrir það saklaus. Erfiðlega gekk hins vegar fyrir Husseini að ganga huldu höfði og var hann handtekinn fljótlega eftir að hann var eftirlýstur af lögreglu.Husseini lýsti sig saklausan af ákæru í málinu en eftir tveggja daga réttarhöld var hann fundinn sekur um þjófnað og að hafa villt á sér heimildir í fjórgang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í kast við lögin en frá árinu 2008 hefur hann verið sakfelldur fyrir 60 hegningarlagabrot.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

David Schwimmer segist saklaus

Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.

Tvífari David Schwimmer á flótta

Lögregla í Bretlandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni sem grunaður er um þjófnað og fjársvik eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun.

Telja að tvífari Ross sé í London

Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél.

Tvífari Schwimmer handtekinn í London

Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer.

Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er

Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.