Erlent

Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Schwimmer sjálfur gerði góðlátlegt grín að myndinni.
Schwimmer sjálfur gerði góðlátlegt grín að myndinni. Mynd/Skjáskot
Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer.

Vakti augýsing lögreglunnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um þjófinn heimsathygli þar sem hann þótti svipa mikið til Schwimmer. Svo virðist sem að auglýsingin hafi borið árangur.

„Gætum við VERIÐ ánægðari með viðtökurnar við auglýsingunni um þjófinn á veitingastaðnum í Blackpool,“ spyr lögreglan í bænum á Twitter í anda Chandler Bing úr Vinum sem leikinn var af Matthew Perry. Í tilkynningu lögreglu segir að borin hafi verið kennsl á mannin og rannsóknin haldi áfram.

„Kærar þakkir fyrir að deila þessum með Vinum ykkar,“ segir ennfremur.

Líkt og greint var frá í gær virðist sem að Schwimmer sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í gær þar sem hann sagðist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti.


Tengdar fréttir

David Schwimmer segist saklaus

Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×