Íslenski boltinn

Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorvaldur að störfum. Í þetta sinn var spjaldið óhult.
Þorvaldur að störfum. Í þetta sinn var spjaldið óhult. vísir/daníel
Elfar Freyr Helgason lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar Breiðablik tapaði fyrir Víkingi R., 3-1, í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Á 82. mínútu tæklaði Elfar Freyr Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson aftan frá og var rekinn út af. Elfar var þó ekki hættur og tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins, og kastaði því í grasið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi.

Í leik Breiðabliks og FH í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum brást Kassim Doumbia, varnarmaður FH-inga, illa við þegar Þorvaldur rak hann út af.

Kassim reif í hendina á Þorvaldi sem missti rauða spjaldið. Jonathan Hendrickx, samherji Kassims, tók spjaldið upp og kom því í réttar hendur.

Fyrir framkomu sína fékk Kassim tvo leiki í bann til viðbótar við eins leiks bannið sem hann fékk fyrir rauða spjaldið.

Bæði atvikin með Þorvald og rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan.

Elfar og Þorvaldur

Kassim og Þorvaldur


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×