Íslenski boltinn

KR-ingar gefa út stuðningsmannalag fyrir úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýja lagið ber heitið Meistaravellir
Nýja lagið ber heitið Meistaravellir KR

Kvennalið KR í fótbolta hefur gefið út nýtt stuðningsmannalag í tilefni þess að KR spilar til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á morgun.

KR mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli og getur þá lyft bikarnum í fyrsta skipti í ellefu ár. Í tilefni þess ákváðu KR-ingar að gefa út lag í samstarfi við Steinunni Jónsdóttur og Röggu Hólm úr Reykjavíkurdætrum.

„Frá því að íslenska landsliðið í handbolta söng Við gerum okkar besta þá hefur ekkert íslenskt félagslið stigið jafn afgerandi inn í upptökustudíó og núna,“ segir í tilkynningu frá KR-ingum.

„Lagið er baráttulag og þótt það fjalli um KR þá er einnig hægt að sjá víðari merkingu í því fyrir kvennaboltann almennt hér á landi. Þetta er því liður að auka þá athygli sem íslenski kvennaboltinn er að fá á Íslandi og beina kastljósinu að þeim miklu gæðum sem eru þar til staðar.“

Úrslitaleikurinn er á morgun, laugardag, á Laugardalsvelli. Hefst leikurinn klukkan 17:00 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.