Erlent

Bæði fáránlegt og heimskulegt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump vill að Bandaríkin eignist Grænland.
Donald Trump vill að Bandaríkin eignist Grænland. Vísir/EPA
Hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að kaupa Grænland eru bæði heimskulegar og hlægilegar. Þetta sögðu viðmælendur grænlenska ríkisútvarpsins (KNR) í gær en The Wall Street Journal greindi upphaflega frá því að Trump hefði spurst fyrir um möguleikann í samtölum við aðstoðarmenn og ráðgjafa.

Josef Joelsen sagði við KNR að hann gæti hreinlega ekki ímyndað sér að verða bandarískur ríkisborgari. „Mér finnst þetta heimskulegt og fáránlegt af því það er ekki hægt að kaupa landið okkar eða skella verðmiða á það.“

Mikael Ludvigsen tók í sama streng. Sagði Trump búa í draumaveröld og vera ótrúlegan. „Hann hefur ekkert efni á þessu. Landið okkar er fokdýrt.“

Og Mike Thomsen var ómyrkur í máli. „Það er ekki hægt að kaupa bara land. Sama hversu mikið þú vilt borga, þá geturðu ekki átt það. Sama hvað því líður má spyrja sig um trúverðugleika þessa ruslmanns. Hann byggði ekki einu sinni vegginn sem hann lofaði. Hann er drasl.“

En það eru greinilega ekki allir á sama máli. Jensine Lerch sagðist vel geta séð fyrir sér að verða bandarísk. „Kannski væri best ef Danir stjórnuðu ekki öllu. Ég held þetta yrði ágætt.“
Tengdar fréttir

Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland

Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.