Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:42 Frá Nuuk á Grænlandi. Vísir/Getty Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00