Enski boltinn

Ósáttur Guardiola: Það þarf að laga VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola ræðir við Pochettino eftir að markið var dæmt af.
Guardiola ræðir við Pochettino eftir að markið var dæmt af. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að dómararnir, enska knattspyrnusambandið og fótboltaheimurinn þurfi að laga VAR, myndbandsaðstoðardómara, í hvelli eigi að nota það í framtíðinni.Í annað skiptið á þessum ári var sigurinn tekinn af Manchester City í uppbótartíma en í dag var mark tekið af Gabriel Jesus er City gerði 2-2 jafntefli við Tottenham.

„Hvernig við spiluðum var ótrúlegt - ég er svo stoltur. Hversu mörg skot við áttum var frábær og þeir fengu aðeins þessi tvö,“ sagði Guardiola við Sky Sports í leikslok.„Fólkið segir að við getum bætt okkur en við vildum vinna þetta því strákarnir áttu það skilð. Stundum er fótboltinn eins og þetta.“„Þeir komust yfir miðju fjórum eða fimm sinnum á þessum 90 mínútum svo við vörðumst vel. Þú færð á þig mörk úr föstum leikatriðum þegar hitt liðið er með góða spyrnumenn og góða skallamenn en við verðum að laga það.“Aðspurður um atvikið í lokin, sem allir biðu eftir að Guardiola myndi tjá sig um, svaraði Spánverjinn afar rólegur:„Ég hélt við hefðum yfirgefið þetta þegar þetta gerðist í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en nú gerist aftur það sama. Dómarinn og VAR dæmir markið af. Þetta er erfitt og ég er hreinskilinn með það.“„Það sama gerðist í síðustu viku og á miðvikudaginn sáum við Adrian var ekki á línunni er hann varði vítið. Þeir verða að laga þetta. Reglurnar eru ekki á hreinu.“City gerði tilkall til víti snemma leiks er Rodri var rifinn niður af Erik Lamela eftir hornspyrnu en ekkert var dæmt.„Það var ótrúlegt að þetta hafi ekki verið víti í fyrri hálfleik en VAR sagði að þetta væri ekki víti og þannig er það. Ég er viss um að fólk segir að við þurfum bara leggja harðar að okkur að skora úr færunum okkar.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.