Erlent

27 ung­lingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Krakkarnir eru fylgdarlaus á flótta.
Krakkarnir eru fylgdarlaus á flótta. AP/Francisco Gentico
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Unglingarnir fengu að ganga á land á ítölsku eyjunni Lampedusa en meira en 100 flóttamenn eru enn um borð í spænska björgunarskipinu.

Sjá einnig: Gere segir ítölsk stjórn­völd skrímsla­væða flótta­fólk

Sjá einnig: Richard Gere færði flótta­fólki birgðir eftir viku kyrr­setuÁkvörðun Matteo Salvini um að hleypa skipinu ekki að landi hefur verið gífurlega umdeild og sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hann vera með þráhyggju fyrir því að hleypa flóttafólki ekki inn í ítalskar hafnir. Tveir ráðherrar ítölsku ríkisstjórnarinnar neituðu á föstudag að skrifa undir fyrirskipun Salvini um að hamla Open Arms skipinu að koma að landi.

Enn eru meira en hundrað manns um borð í skipinu, þar á meðal tvö smábörn.AP/Francisco Gentico
Open Arms tísti í dag að unglingarnir væru allir komnir í land en að mörg tár hafi felld þegar þeir kvöddu ferðafélaga sína og vini.

Open Arms segir flóttamennina sem enn eru á skipinu, þar á meðal tvö ung börn, lifa við hræðilegar aðstæður um borð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.