Erlent

Gíbraltar hafnar beiðni Bandaríkjanna um kyrrsetningu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Grace 1.
Grace 1. Vísir/AP
Stjórnvöld í Gíbraltar hafa hafnað kröfu bandarískra stjórnvalda um að leggja aftur hald á  Grace 1, íranskt olíuskip sem kyrrsett var í byrjun síðasta mánaðar vegna gruns um að skipið flytti olíu til Sýrlands, þvert gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn ríkinu.

Bandaríkin lögðu beiðnina fram á föstudag, daginn eftir að Gíbraltar aflétti kyrrsetningunni.

Gíbraltar segist ekki geta orðið við beiðni Bandaríkjamanna þar sem að refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Íran gildi ekki innan Evrópusambandsins.

Gert er ráð fyrir því að skipið yfirgefi Gíbraltar í kvöld og sigli til Írans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×