Íslenski boltinn

Einn sigurleikur hjá ÍA á síðustu 82 dögum og fjögur stig niður í fallsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hafa fatast flugið.
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hafa fatast flugið. vísir/daníel

Nýliðum ÍA hefur heldur betur fatast flugið í Pepsi Max-deildinni en Skagamenn töpuðu 3-1 gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær.

Sölvi Snær Guðbjargson kom Stjörnunni yfir en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Aron Kristófer Lárusson metin fyrir ÍA beint úr hornspyrnu.

Það var hins vegar mikið meiri kraftur í liði Stjörnunnar í síðari hálfleik sem unnu að endingu öruggan 3-1 sigur. Þorsteinn Már Ragnarsson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Það hefur ekki gengið vel hjá ÍA eftir algjörlega ótrúlega byrjun nýliðanna. Liðið er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar og situr þar með 22 stig og jafna markatölu (22 skoruð og 22 fengin á sig).

Skagamenn unnu síðast leik þann 6. júlí þegar þeir unnu 2-0 sigur á Fylki en 44 dagar eru síðan sá leikur fór fram. Þeir töpuðu svo fimm leikjum þar á undan í öllum keppnum.

Því hafa Skagamenn einungis náð í einn sigur úr síðustu tólf leikjum í öll keppnum. Einn sigur á 82 dögum hjá Skagamönnum sem voru jafnir Breiðabliki á toppnum eftir sjö umferðir.

Fimm umferðir eru eftir af Pepsi Max-deildinni en næst leikur Skagamanna er gegn ÍBV. Sex stig eru upp í Evrópusæti en fjögur stig niður í fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.