Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:42 Trump vill kaupa Grænland. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent