Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 13:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirbúa sig fyrir skoðunarverð um Hellisheiðarvirkjun. Í bakgrunn má sjá Håkan Juholt, sendirherra Svíþjóðar hér á landi. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45. Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45.
Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09
Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24