Innlent

Leiðtogar koma til landsins

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá fundi Katrínar og Merkel í Berlín þann 19. mars.
Frá fundi Katrínar og Merkel í Berlín þann 19. mars. Vísir/Getty
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.

Ráðmennirnir þrír koma hingað til lands, ásamt forsætisráðherrum annarra Norðurlannda, til þess að sækja árlegan sumarfund Norðurlandaleiðtoga þar sem Merkel er sérstakur gestur.

Mun Katrín fara með Löfven í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun í dag og hitta Rinne í Ráðherrabústaðnum. Þaðan fer forsætisráðherra á Þingvelli þar sem hún tekur á móti þýska kanslaranum.

Ráðherrafundurinn sjálfur er svo á morgun í Hörpu. Á fundinum er ætlunin að fjalla um loftslagsmál og önnur umhverfismál, framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar, norðurslóðir, stöðu mannréttindamála, alþjóðamál og öryggismál.




Tengdar fréttir

Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi

Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála.

Þaulsætni kanslarinn

Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×