Enski boltinn

Manchester United tilbúið að gera Maguire að dýrasta varnarmanni sögunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire.
Harry Maguire. vísir/getty
Manchester United er reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn, Harry Maguire, en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í morgun.

Þetta myndi gera enska landsliðsmiðvörðurinn að dýrasti varnarmanni í sögunni en metið á nú Virgil van Dijk er hann var keyptur frá Southampton til Liverpool á 75 milljónir punda.

Maguire var ekki á æfingu Leicester á mánudaginn en flestir tengdu fjarveru hans við brottförina til Manchester. Síðar kom í ljós að hann hafi verið veikur.

Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við Leicester en Manchester hefur gert allt til þess að klófesta Maguire í sumar. Ein vika er eftir af félagaskiptaglugganum.

Englendingruinn er einnig talinn líta mikið upp til fyrrum varnarmanna United, Nemanja Vidic og Rio Ferdinand, en hann er orðinn ergilegur yfir stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×