Íslenski boltinn

Fram hleypti Helga ekki í Víking

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson og hans teymi.
Arnar Gunnlaugsson og hans teymi. vísir/bára
Víkingur reyndi að fá hinn unga og efnilega leikmann Fram, Helga Guðjónsson, í félagaskiptaglugganum en fengu nei frá Fram.

Þetta staðfestir Helgi sjálfur í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-1 sigur Fram á Magna í gærkvöldi en Helgi skoraði þar tvö mörk.

Helgi er kominn með ellefu mörk í Inkasso-deildinni og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefur talað opinskátt um það hversu mikið hann vilji fá Helga í Víkina.

Að sögn Helga höfðu Víkingar samband við Fram í glugganum en Fram vildi ekki hleypa honum í burtu úr Safamýrinni.

„Þeir höfðu samband og ég fékk ekki að fara. Allt í góðu með það. Mér líður mjög vel hjá Fram,“ sagði Helgi eftir sigurinn í gær.

Fram er eftir sigurinn í gær í sjötta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Þór sem er í öðru sætinu, en tvö efstu liðin spila í Pepsi Max-deildinni að ári liðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×