Enski boltinn

Tottenham að stela Bruno Fernandes af Manchester United?

Bruno í leik með Sporting.
Bruno í leik með Sporting. vísir/getty
Sky Sports fréttastofan greinir frá því í kvöld að Tottenham hafi sett sig í samband við Sporting Lisbon um möguleg kaup á Bruno Fernandes.

Heimildarmaður Sky í Portúgal greindi frá því í gær að forráðamenn Tottenham og Sporting hafi hist í Lissabon í gær þar sem þeir ræddu möguleg félagaskipti miðjumannsins.







Manchester United hefur verið þrálátlega orðað við þennan öfluga miðjumann en nú er líklegra talið að hann gangi í raðir Lundúnarliðsins en að hann fari til Manchester.

Viðræðurnar eru þó enn á grunnstigi en mikill áhugi er frá hendi Tottenham að ná í 24 ára gamla Portúgalann sem kom að 33 mörkum Sporting á síðustu leiktíð.

Tottenham hefur reynt að ná að klófesta miðjumann Real Betis, Giovani Lo Celso, en það hefur ekki gengið sem skildi og nú hafa þeir snúið sér að Fernandes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×