Íslenski boltinn

Þjóðhátíðarleikurinn síðasta tækifæri Eyjamanna?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víðir Þorvarðarson.
Víðir Þorvarðarson. vísir/daníel
ÍBV og HK mætast í Pepsi Max-deild karla í dag en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum. Þar um helgina er sem kunnugt Þjóðhátið svo mikil hátíð verður í bæ.

Búist er við margmenni á Hásteinsvöll í dag enda mörg þúsund manns á hátíðinni um helgina en Eyjamenn þurfa nauðsynlega á stigunum þremur að halda.

ÍBV er á botni deildarinnar með fimm stig og þarf nauðsynlega að fara safna stigum ætli liðið að leika í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð.

Þeir eru ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni er átta umferðir eru eftir en þeir töpuðu síðasta Þjóðhátíðarleik er Fylkismenn sóttu 1-0 sigur til Eyja í fyrra.

Nýliðar HK eru í áttunda sætinu eftir 10 stig af síðustu 12 mögulegum. Þrátt fyrir það eru þeir einungis tveimur stigum frá fallsæti svo það eru mikilvæg stig í boði í Eyjum í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×