Erlent

Þrír í haldi eftir skotárás í Walmart

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/EPA
Fjöldi fólks er látinn eftir skotárás í verslun Walmart í El Paso í Texas. Að sögn borgarstjórans Dee Margo eru þrír í haldi eftir skotárásina.

Aðgerðir lögreglu náðu yfir stórt svæði og voru þrjár verslanir lokaðar af samkvæmt frétt CNN. Að sögn sjónarvotta hljóp fólk út úr versluninni þegar skothríðin hófst. Líktu þeir skothvellunum við flugelda en árásarmaðurinn er talinn hafa notað hervopn.

Töluverður fjöldi fólks hefur verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað hversu margir létust í árásinni en talið er að allt að tuttugu séu látnir.

Vísir/Epa
Vísir/epa
Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×