Enski boltinn

Draumabyrjun hjá Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pablo Hernández skoraði og lagði upp gegn Bristol City.
Pablo Hernández skoraði og lagði upp gegn Bristol City. vísir/getty
Leeds United vann 1-3 sigur á Bristol City í 1. umferð ensku B-deildarinnar í dag.

Þetta er annað árið í röð þar sem Leeds vinnur 3-1 sigur í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Í fyrra vann liðið Stoke City í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Marcelos Bielsa.

Pablo Hernández fór mikinn í leiknum á Ashton Gate í dag en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.

Spánverjinn kom Leeds yfir á 26. mínútu með fallegu marki og gestirnir leiddu í hálfleik, 0-1.

Á 57. mínútu kom Patrick Bamford Leeds í 0-2 með skalla eftir sendingu frá Hernández.

Jack Harrison skoraði svo þriðja mark Leeds á 72. mínútu. Andreas Weimann minnkaði muninn í 1-3 sjö mínútum síðar en nær komst Bristol City ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×