Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. ágúst 2019 13:15 Frá aðgerðum um helgina Vísir/Sunna Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29
Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15