Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. ágúst 2019 13:15 Frá aðgerðum um helgina Vísir/Sunna Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29
Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15