Erlent

Drengurinn er franskur ferðamaður

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Drengurinn er ekki lífshættu en ástand hans er alvarlegt.
Drengurinn er ekki lífshættu en ástand hans er alvarlegt.
Sex ára drengurinn sem var hent niður af tíundu hæð á Tate Modern listasafninu í gær er franskur ferðamaður. Hann var á ferðalagi um Bretland með fjölskyldu sinni að sögn lögreglunnar í Lundúnum. Þetta kemur fram á BBC

Sautján ára pilturinn sem henti barninu af útsýnispalli safnsins er í haldi lögreglu, grunaður um tilraun til manndráps.

Safngestum var í gær bannað að koma inn eða fara út af safninu til að gefa lögreglu og sjúkraliðum svigrúm til að náðu tökum á aðstæðunum.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að ástand sex ára drengsins væri stöðug. Lögreglan í Lundúnum hefur sagt að hann sé ekki lengur í lífshættu en ástanda hans sé alvarlegt.

Lögreglu var gert viðvart klukkan 14:40 að staðartíma og voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang skömmu síðar. Hlúð var að drengnum á vettvangi áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Safnið var opið í dag en útsýnispallurinn lokaður fyrir gestum.  


Tengdar fréttir

Henti sex ára dreng niður af tíundu hæð

Sautján ára piltur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa hent sex ára gömlum dreng fram af útsýnispalli á Tate listasafninu í Lundúnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×