FH-ingar gætu sett nýtt félagsmet á 28. mínútu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 14:30 FH-ingar deila við dómarann. Vísir/Bára FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina) Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina)
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira