Enski boltinn

Rooney búinn að semja við Derby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney hefur leikið með DC United síðasta árið.
Rooney hefur leikið með DC United síðasta árið. vísir/getty
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins, hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning við enska B-deildarliðið Derby County samkvæmt heimildum talkSPORT.

Samningurinn tekur gildi í janúar 2020. Þangað til leikur Rooney með DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Auk þess að spila með Derby verður Rooney þjálfari hjá liðinu og kemur til með að aðstoða knattspyrnustjórann Phillip Cocu.

Rooney, sem er 33 ára, hefur leikið með DC United í rúmt ár en hann kom til félagsins frá Everton. Hann hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir DC United.

Derby vann 1-2 sigur á Huddersfield Town í 1. umferð B-deildarinnar í gær. Tom Lawrence skoraði bæði mörk Derby.

Uppfært klukkan 13:05



Derby hefur staðfest félagaskiptin.


Tengdar fréttir

Draumabyrjun Cocu á Englandi

Phillip Cocu byrjar þjálfaraferilinn á Englandi vel er hann stýrði Derby til 2-1 sigurs á Huddersfield á útivelli í ensku B-deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×