Íslenski boltinn

Sjáðu fyrsta mark Flóka fyrir KR, markasúpuna af Meistaravöllum og mikilvægt sigurmark Lennon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lennon í leiknum í kvöld.
Lennon í leiknum í kvöld. vísir/daníel
Tveir leikir fóru fram í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. FH vann lífsnauðsynlegan sigur á ÍA og KR fór létt með Grindavík á Meistaravöllum.

Fyrsta og eina mark leiksins í Kaplakrika kom á 88. mínútu er Steve Lennon fékk færi og kláraði það frábærlega.

Markið var lífsnauðsynlegt fyrir Fimleikafélagið sem lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er stigi á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu. Skagamenn eru með jafn mörg stig í 3. sætinu.

Það var markaveisla á Meistaravöllum er KR vann 5-2 sigur á Grindavík. Kristján Flóki Finnbogason spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR og gerði sér lítið fyrir og skoraði á 88. mínútu.

Þetta var ellefti sigur KR í fimmtán leikjum en KR er með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík er í níunda sætinu, einu stigi frá fallsæti.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Klippa: KR - Grindavík 5-2


Klippa: FH - ÍA 1-0



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×