Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 08:43 Donald Trump hefur ekki viljað gera skattskýrslur sínar opinberar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40