Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 08:43 Donald Trump hefur ekki viljað gera skattskýrslur sínar opinberar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40