Íslenski boltinn

Markvörður KA fór á sjúkrahús

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Dagur hefur verið óheppinn með meiðsli í sumar.
Aron Dagur hefur verið óheppinn með meiðsli í sumar. vísir/bára
Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik gegn Breiðabliki í kvöld.

Hann lenti í samstuði þegar Blikar komust í 1-0 og var borinn af velli, meiddur á læri.

„Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, við Vísi eftir leikinn sem Breiðablik vann, 4-0.

„Aron fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum,“ bætti Óli Stefán við.

Kristijan Jajalo kom inn á í stað Arons Dags og lék síðustu 66 mínútur leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×