Arnar: Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2019 21:53 Arnar Gunnlaugsson. vísir/getty „Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
„Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15
Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn