Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 10:13 Ekki virtist fara sérlega vel á með Johnson og Sturgeon við ráðherrabústaðinn í Edinborg í gær. Vísir/EPA Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00
Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46