Erlent

Johnson vill nýjan samning

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Johnson fundaði með Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, í gær.
Sagði hún áherslur Johnsons hættulegar fyrir Skota.
Johnson fundaði með Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, í gær. Sagði hún áherslur Johnsons hættulegar fyrir Skota. Vísir/Getty
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. Breska þingið hefur hafnað samningnum sem stjórn Theresu May, fyrirrennara Johnsons, gerði í þrígang og toppar ESB sagt útilokað að semja upp á nýtt.

„Útgöngusamningurinn er dauður. Hann þarf að fara. En það er hægt að gera nýjan samning. Það sem við viljum gera er að byggja upp nýtt samband í öllum þeim málaflokkum sem skipta okkur máli. Vinna saman að varnarmálum, öryggi, upplýsingaöflun, menningu, rannsóknum og öllu því sem þið mynduð búast við,“ sagði Johnson er hann heimsótti herstöð á Skotlandi.

Hann útilokaði jafnframt að Skotar fengju aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. „Þetta var svona einu sinni á ævinni dæmi. Það var öllum sagt. Þannig gekk fólk til atkvæðagreiðslu og ég held að það væri rangt að svíkja það loforð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×