Enski boltinn

Sjáðu hvernig kristalkúla BT Sport spáði komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane og Wijnaldum í baráttunni á síðustu leiktíð.
Sane og Wijnaldum í baráttunni á síðustu leiktíð. vísir/getty
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað en um næstu helgi spila Manchester City og Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Helgina á eftir verður flautað til leiks í enska boltanum.

BT Sport sjónvarpsstöðin ákvað að hita upp fyrir komandi leiktíð með að fara í samstarf við tölfræðiveitur Google, Opta og Squawka og spá þannig fyrir komandi leiktíð.

Samkvæmt spánni verður Manchester City meistari þriðja tímabilið í röð og aftur verður Liverpool i öðru sæti. Í spánni segir einnig til um að Liverpool muni ekki tapa á heimavelli.

Manchester United verður eini stigi frá Meistaradeildarsæti en þeim er spáð í sjötta sætinu, með jafn mörg stig og Arsenal, en Chelsea er í fjórða sætinu og Tottenham í því þriðja.





Gylfi Þór Sigurðsson og félagar enda í sjöunda sætinu ef marka má spánna og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar bjarga sér frá falli á markatölu.

Newcastle, Norwich og Sheffield United spila í ensku B-deildinni tímabilið 2020/2021 ef spáin gengur eftir en hana má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×