Enski boltinn

Salah og Firmino í eldlínunni í sigri Liverpool en Arsenal gerði jafntefli í Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar marki í kvöld.
Liverpool fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Liverpool vann 3-1 sigur á Lyon er liðin mættust á Stade de Genéve leikvanginum í Sviss í dag en þetta var síðasti leikur Liverpool áður en alvaran hefst á Englandi.

Evrópumeistararnir stilltu upp blönduðu liði í kvöld en í bland við öfluga leikmenn á borð við Mohamed Salah og Roberto Firmino fengu ungir leikmenn tækifæri.





Það byrjaði ekki vel fyrir Liverpool því á fjórðu mínútu fékk Lyon vítaspyrnu sem Memphis Depay skoraði úr. Roberto Firmino jafnaði hins vegar metin þrettán mínútum síðar.

Liverpool komst svo yfir á 21. mínútu er Daninn Joachim Andersen sem gekk í raðir Lyon í sumar skoraði sjálfsmark. Staðan 2-1 í hálfleik en þriðja og síðasta mark Liverpool skoraði hinn ungi Harry Wilson.

Liðið mætir Manchester City um næstu helgi í leiknum um Samfélagaskjöldinn.







Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Angers er liðin mættust í Frakklandi. Angers komst yfir í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Reiss Nelson metin. Arsenal hafði svo betur í vítaspyrnukeppni.

Uppfært: Í fyrstu var sagt frá því að sigurinn hafi verið fyrsti sigur Liverpool síðan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Beðist er afsökunar á þessum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×