Enski boltinn

Tvö mörk frá Christian Pulisic í sigri Chelsea í átta marka leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Christian Pulisic fagnar marki.
Christian Pulisic fagnar marki. vísir/getty
Chelsea vann 5-3 sigur á Salzburg er liðin mættust í æfingarleik í Austurríki í dag en á laugardaginn fer fram síðasti æfingarleikur Chelsea fyrir ensku úrvalsdeildina.

Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Ross Barkley af vítapunktinum.







Pulisic var aftur á ferðinni á 28. mínútu er hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Chelsea en hálfleikstölur voru 3-0 yfir í hálfleik.

Jerome Onguene minnkaði muninn fyrir Salzburg á 50. mínútu en fjórða markið skoraði Pedro á 57. mínútu.

Þrjú mörk komu á síðustu fjórum mínútunum. Takumi Minamino minnkaði muninn á 86. mínútu en tveimur mínútum síðar skoraði Michy Batshuayi. Takumi Minamino minnkaði muninn með siðustu spyrnu leiksins og lokatölur 5-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×