Enski boltinn

Tottenham Audi-meistari eftir vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tottenham fagnar marki í kvöld.
Tottenham fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Tottenham er Audi-meistari eftir sigur á Bayern Munchen en vítaspyrnukeppni þurfti til þess að útkljá sigurvegara. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

Erik Lamela skoraði fyrsta markið á 19. mínútu og Tottenham var 1-0 yfir í hálfleik. Christian Eriksen tvöfaldaði forystuna eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik og góð staða Tottenham.







Hinn nítján ára gamli Jann-Fiete Arp minnkaði muninn á 61. mínútu og tuttugu mínútum síðar var það hinn átján ára gamli Alphonso Davies sem jafnaði metin.

Ungu strákarnir að bjarga Bæjurum og staðan 2-2. Ekki var gripið til framlengingar heldur var farið beint í vítaspyrnukeppni.







Christian Eriksen klúðraði sinni vítaspyrnu og það gerði David Alaba einnig. Það var svo í sjöttu umferð vítaspyrnukeppninnar sem úrslitin réðust er Gazzanigga varði spyrnu Bæjara.

Tottenham spilar við Inter Milan á sunnudaginn en það er síðasti leikur liðsins áður en enska úrvalsdeildin hófst. Bayern spilar við Dortmund í þýska Ofurbikarnum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×