Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 07:30 Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. Nordicphotos/AFP Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira