Fótbolti

Kolbeinn í byrjunarliði í þriðja deildarleiknum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn er kominn í gang hjá AIK.
Kolbeinn er kominn í gang hjá AIK. vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í þriðja deildarleiknum í röð þegar liðið vann 2-0 sigur á Helsingborg í dag.

Þetta var þriðji sigur AIK í röð. Liðið er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði Malmö.

Anton Salétros og Chinedu Obasi skoruðu mörk sænsku meistaranna í leiknum.

Kolbeinn var tekinn af velli á 68. mínútu. Hann skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik AIK.

Daníel Hafsteinsson, sem er nýgenginn í raðir Helsingborg, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.


Tengdar fréttir

Helsingborg tilkynnti komu Daníels

Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg

Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborgs en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.