Erlent

Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum

Eiður Þór Árnason skrifar
Stór hópur mótmælenda safnaðist saman í Lundúnum í dag.
Stór hópur mótmælenda safnaðist saman í Lundúnum í dag. Vísir/AP
Uppblásin eftirmynd Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna og formannsframbjóðanda breska Íhaldsflokksins, sást svífa fyrir utan breska þingið í dag þegar andstæðingar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu söfnuðust saman fyrir utan þingið.

Johnson, sem er talinn vera líklegastur til að hreppa formannssæti Íhaldsflokksins og hljóta þar með forsætisráðherrastólinn, er umdeildur í heimalandinu og hefur lengi talað fyrir harðri stefnu í Brexit málefnum Breta.

Eitt af slagorðum mótmælendanna í dag voru „Nei við Boris. Já við Evrópu.“ Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson sem forsætisráðherra með orðunum: „Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 í hliðhollum meðvind.“


Tengdar fréttir

Búa sig undir Boris Johnson

Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×