Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 20:39 Boris Johnson þykir líklegur til þess að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25