Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 23:10 Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson (t.v.) og Hunt (t.h.). Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May. Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent